Description

Jógastúdíó kynnir 200 stunda jógakennaranám sem byggir á stöðlum Jógakennarafélags Íslands og Yoga Alliance. Námið er samþykkt af Jógakennarafélagi Íslands sem veitir þátttakendum greiðan aðgang að námi loknu. Nemandur öðlast mjög góðan grunn í almennri jógaiðkun sem veitir þeim betra tækifæri til að dýpka sína eigin iðkun. Í náminu er lög áhersla á að nemendur öðlist góða skilning á jógaæfingum (asanas), öndun (pranayama), slökun, hugleiðslu, siðfræði og kennslutækni sem og grunn í jógaheimspeki og anatomyu.

Námið kennir Drífa Atladóttir eigandi Jógastúdíós ásamt mörgum skemmtilegum gestakennurum. Markmiðið er að þátttakendur öðlist reynslu og þekkingu á helstu hliðum jógaiðkunnar sem og jógakennslu með tilliti til mismunandi nálgana og áhugasviða. Að námi loknu ættu því allir að vera í stakk búnir að kenna opna tíma og setja saman sín eigin námskeið.
Þátttakendur læra og fá tvær tilbúnar jógarútínur, annars vegar hatha jóga rútínu og hins vegar vinyasa flæði sem þeir geta svo breytt hver eftir sínu höfði. Einnig er farið í helstu lykilatrið yin yoga nálgunarinnar svo námið er nokkuð yfirgripsmikið og hentar því breiðum hópi iðkennda.

Nýtt nám hefst 17. janúar 2020.
Verð er 360.000kr, staðfestingargjald er 60.000kr.. Athgið að staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt.

Jógakennaranám

Dagsetningar:
Helgi 1. 17.-19. janúar
Helgi 2. 1.-2. febrúra
Helgi 3. 15.-16. febrúar
Helgi 4. 28.-29. mars
Helgi 5. 22.-26. apríl – farið út á land
Helgi 6. 9.-10. maí
Helgi 7. 16.-17. maí

Uppbygging náms
Lagt er upp með að þátttakendur geti sinnt heimili/vinnu/skóla á meðan á náminu stendur. Samvera með kennurum og öðrum nemendum fer fram um helgar, laugardaga og sunnudaga frá klukkan 08.00 til 16.00 ca. eina helgi í mánuði. Yfir sumartímann er ekki viðvera með kennara en þá safna nemendur sér 20 kennslutímum. Kennsla fer fram í Jógastúdíó nema eina langa helgi þegar farið er út á land og gist.

Helstu atriði:
Hatha jóga
Vinyasa jóga
Yin jóga
Hvað er jóga
Asthanga – limirnir átta
Yama og Niyama
Karma yoga
Bhakti yoga
Jnana yoga
Raja yoga
Anatomya
Taugalíffræði
Möntrur
Hugleiðsla
Kennslutækni
Ayurveda
Hreyfitækni